Norskur togari í slipp á Akureyri

Norski togarinn í Eyjafirði um helgina.
Norski togarinn í Eyjafirði um helgina. mynd/Þorgeir Baldursson

Slippurinn á Akureyri hefur  samstarfi við Kælismiðjuna Frost gert samning um talsvert miklar endurbætur á norskum togara. Kom skipið til Akureyrar um helgina.

Togarinn heitir K. Arctander og er gerður út frá Lofoten í Noregi.  Skipið er í eigu Norland Havfiske A/S sem er hluti af Aker Seafoods ASA samsteypunni, sem auk þess að hafa aðalstöðvar sínar í Osló og gera út frá Noregi er einnig með starfsemi í Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Spáni.

Fram kemur á vef Þorgeirs Baldurssonar, að helstu verkefnin verða að skipta um allan frystibúnað í skipinu, bæði vélbúnað og frysta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert