Skilaboð kosninganna eru sterk

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir úrslit sveitarstjórnarkosninganna vera mjög kaflaskipt. Það eigi við VG jafnt sem aðra flokka.

„Við verðum fyrir miklum áhrifum af þessum stóratburðum í pólitíkinni hér í Reykjavík og á Akureyri. Það er líka á einu stöðunum þar sem við töpum mönnum, og talsverðu fylgi. Sérstaklega í Reykjavík. Við horfumst bara í augu við það.“

Hann bætir við það séu sterk skilaboð fólgin í úrslitum kosninganna á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. „Ég held að það séu skilaboð um óánægju, vonbrigði, þreytu og skort á tiltrú gagnvart stjórnmálunum. Það beinist í raun og veru að öllum flokkum. Allir hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir verða að horfast í augu við það að það er verið að senda þeim skilaboð.“

Hvað varðar niðurstöður kosninganna og þá óánægju sem verið hefur í garð ríkisstjórnarinnar segir Steingrímur skiljanlegt að ráðandi öfl séu gagnrýnd.

Aðspurður segir Steingrímur að úrslit kosninganna séu ekki skilaboð um að efna eigi til nýrra þingkosninga. „Það eru engin ein slík skýr skilaboð sem berast einum flokki fremur en öðrum. Ég bara einfaldlega sé það ekki.“ Allir flokkar eigi að nokkru leyti um sárt að binda um leið og þeir geta bent á góð úrslit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert