Þingmenn breyti tungutaki

Steinunn Valdís ávarpaði Alþingi í upphafi þingfundar.
Steinunn Valdís ávarpaði Alþingi í upphafi þingfundar.

Stein­unn Val­dís Óskar­dótt­ir sagði í dag af sér þing­mennsku fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík eins og hún boðaði sl. fimmtu­dag. Stein­unn Val­dís ávarpaði Alþingi í upp­hafi þing­fund­ar í dag og til­kynnti þetta. Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, þakkaði Stein­unni Val­dísi fyr­ir henn­ar störf á þingi.

Stein­unn Val­dís sagðist hafa tí­undað ástæður af­sagn­ar­inn­ar í yf­ir­lýs­ingu í síðustu viku. Sagðist hún vilja nota tæki­færið að hvetja þing­heim til að taka til end­ur­skoðunar vinnu­brögð og vinnu­lag og  ekki síst það tungu­tak, sem allt of oft tíðkist í þingsaln­um.

„Þeirra sem starfa í stjórn­mál­um, bíður vanda­samt verk­efni. Það felst í að gera þær um­bæt­ur í sam­fé­lag­inu, sem lík­leg­ar eru til að lækna sár­in sem hrunið hef­ur valdið. Til að svo megi verða þarf víða að brjóta odd af of­læti og leita eft­ir megni að því sem sam­ein­ar okk­ur  sem mann­eskj­ur frem­ur en því sem sundr­ar," sagði Stein­unn Val­dís. Með það fyr­ir aug­um vil ég leggja mitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar og stíga til hliðar í þeirri von, að kraft­ar okk­ar allra bein­ist fyrst og fremst að því að byggja upp rétt­lát­ara og betra sam­fé­lag."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert