Uppgreftri Fischers hafnað

Bobby Fischer
Bobby Fischer mbl.is/RAX

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu þess efnis að líkamsleifar skákmeistarans Bobbys Fischer verði grafnar upp til að skera úr um faðerni Jinky Young, stúlku frá Filipseyjum sem segir Fischer vera föður sinn.

Þetta staðfesti Þórður Bogason hrl. og lögmaður Jinky Young í samtali við mbl.is en þinghaldið, sem fram fór sl. föstudag, var lokað. Segist hann þegar hafa áfrýjað úrskurði héraðsdóms til Hæstaréttar og vonist til þess að niðurstaðan þar geti legið fyrir fyrir réttarhlé í júnímánuði.

Bobby Fischer lést í janúar árið 2008 og hvílir í Laugardælakirkjugarði skammt frá Selfossi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert