Uppgreftri Fischers hafnað

Bobby Fischer
Bobby Fischer mbl.is/RAX

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur hafnað kröfu þess efn­is að lík­ams­leif­ar skák­meist­ar­ans Bobbys Fischer verði grafn­ar upp til að skera úr um faðerni Jin­ky Young, stúlku frá Fil­ips­eyj­um sem seg­ir Fischer vera föður sinn.

Þetta staðfesti Þórður Boga­son hrl. og lögmaður Jin­ky Young í sam­tali við mbl.is en þing­haldið, sem fram fór sl. föstu­dag, var lokað. Seg­ist hann þegar hafa áfrýjað úr­sk­urði héraðsdóms til Hæsta­rétt­ar og von­ist til þess að niðurstaðan þar geti legið fyr­ir fyr­ir rétt­ar­hlé í júní­mánuði.

Bobby Fischer lést í janú­ar árið 2008 og hvíl­ir í Laug­ar­dæla­kirkju­g­arði skammt frá Sel­fossi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert