Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði árásir Ísraelsmanna á skip sem var á leið með hjálpargögn til Gaza vera alþjóðlegan glæp Ísraels. Hann sagði að ríkisstjórnin hafi rætt á fundi sínum í morgun mögulegt viðskiptabann á Ísrael en sagði jafnframt að þar sem Palestínumenn fá mikið af vörum frá Ísrael gæti slíkt bitnað að þeim sem síst skyldi.