Enn mikil gufa úr gíg Eyjafjallajökuls

Enn leggur gufu frá Eyjafjallajökli.
Enn leggur gufu frá Eyjafjallajökli. http://eldgos.mila.is

Enn leggur mikla vatnsgufu upp úr eldstöðinni í Eyjafjallajökli og fór gufumökkurinn í morgun upp í 2 km hæð. Ský og mistur hafa hulið topp fjallsins að mestu í gær og í dag. 

Veðurstofan og Jarðvísindastofnun fylgjast áfram vel  með eldstöðinni. Í nýrri stöðuskýrslu kemur fram, að gosóróinn hafi verið mjög svipaður síðustu daga en ennþá megi sjá smátoppa á lægstu tíðnunum. Þá mælist fáeinir smáskjálftar daglega á grunnu dýpi undir jöklinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert