„Þetta gengur mjög vel, við erum komnir með níu hrefnur og höldum ótrauðir áfram,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna en nýi hvalveiðibáturinn Hrafnreyður KÓ - 100 hefur nú verið við veiðar í rúmar tvær vikur.
Hrefnurnar hafa allar veiðst á svipuðu svæði, utarlega í Faxaflóanum. Gunnar segir það heppilegt að hafa ekki lent í neinum bilunum á bátnum eða veiðibúnaði, þess vegna gangi veiðarnar svona vel. „Það er allt fullt af hrefnu, það breytist ekkert.“
Stefnt er að því að tveir hvalveiðibátar til viðbótar fari til hrefnuveiða síðar í vikunni, ekki síðar en um helgi.