Hrefnuveiði skotgengur

Hrefna komin um borð hrefnuveiðarbáts.
Hrefna komin um borð hrefnuveiðarbáts. Úr safni

„Þetta geng­ur mjög vel, við erum komn­ir með níu hrefn­ur og höld­um ótrauðir áfram,“ seg­ir Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags hrefnu­veiðimanna en nýi hval­veiðibát­ur­inn Hrafn­reyður KÓ - 100 hef­ur nú verið við veiðar í rúm­ar tvær vik­ur.

Hrefn­urn­ar hafa all­ar veiðst á svipuðu svæði, ut­ar­lega í Faxa­fló­an­um. Gunn­ar seg­ir það heppi­legt að hafa ekki lent í nein­um bil­un­um á bátn­um eða veiðibúnaði, þess vegna gangi veiðarn­ar svona vel. „Það er allt fullt af hrefnu, það breyt­ist ekk­ert.“

Stefnt er að því að tveir hval­veiðibát­ar til viðbót­ar fari til hrefnu­veiða síðar í vik­unni, ekki síðar en um helgi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert