Mörður mærir Besta flokkinn

Merði Árnasyni líst vel á samstarf við Besta flokkinn.
Merði Árnasyni líst vel á samstarf við Besta flokkinn. mbl.is/Sverrir Vilhjálmsson

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, mærir Besta flokkinn í hástert á heimasíðu sinni í dag og segist vona að flokkarnir tveir nái fljótt saman um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Mörður telur að Besti flokkurinn geti bætt upp slaka stefnumótun Samfylkingarinnar t.a.m. í skipulagsmálum og segir frambjóðendur hans vera „hvert talentið af öðru“.

„Það verður skrýtið í nokkra daga að Jón Gnarr sé allt í einu orðinn borgarstjóri,“ segir Mörður og bætir við að niðurstaða borgarstjórnarkosninganna á laugardaginn sýni að að Jón sé í góðu sambandi við grasrótina og viti hvað fólk er flest að hugsa. Þá hefur Mörður ekki áhyggjur af samstöðuleysi í Besta flokknum.

„Spurningin er ekki um hæfnina heldur hvort þau koma sér saman og hvort þau standa saman þegar gefur á bátinn – en þá er að muna að mörg koma þau úr veröld tónlistarinnar og leiklistarinnar þar sem einstaklingsframtakið er lítils virði nema samleikurinn sé þéttur,“ segir Mörður á heimasíðu sinni.

Heimasíða Marðar Árnasonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert