Tap hjá Speli fyrri hluta árs

Gjaldskýlið við Hvalfjarðargöngin.
Gjaldskýlið við Hvalfjarðargöngin.

Tap á rekstri Spalar ehf. eftir skatta var 40,6 milljónir króna frá 1. október á síðasta ári til 1. mars á síðasta ári en á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 233 milljónir króna.

Á öðrum ársfjórðungi, frá 1. janúar til 31. mars 2010, hagnaðist Spölur um 13,5 milljónir króna eftir skatta en tapaði á sama tímabili í fyrra 88 milljónum króna. 

Á heimasíðu Spalar kemur fram, að umferð í Hvalfjarðargöngum og tekjur Spalar af henni séu í samræmi við áætlanir það sem af er rekstrarári félagsins. Umferðin á síðari hluta rekstrarársins sé jafnan mun meiri en á þeim fyrri og því sé útlit fyrir að afkoma Spalar verði vel viðunandi á rekstrarárinu öllu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka