Í tilefni af þjóðarátaki í landkynningu, „Þjóðin býður heim“, verður haldinn blaðamanmnafundur kl. 13:00 í dag. Þar verður sagt frá nýju myndbandi sem skorað er á fólk um allt land að senda kveðju á vini, kunningja, fjölskyldu og viðskiptafélaga erlendis í gegnum vefinn.
„Átakið verður kynnt með auglýsingum og umfjöllun í Kastljósi og Íslandi í dag og er gert ráð fyrir að það nái hámarki milli kl. 13.00 – 14:00 nk. fimmtudag, 3. Júní. Á sama tíma verður fjölbreytt netútsending frá Perlunni á vegum Kukls þar sem Þóra Arnórsdóttir er gestgjafi og Kjartan Ragnarsson leikstjóri og handritshöfundur ásamt Sigtryggi Magnasyni," segir í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu.
„Þjóðin býður heim“ er ásamt netútsendingunni liður í markaðsátaki ferðaþjónustunnar á erlendum mörkuðum en hún hefur sem kunnugt er orðið fyrir áföllum vegna truflana á flugsamgöngum í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli og frestunar á Landsmóti hestamanna.