Þýsk flugsveit komin

Ein af F-4 flugvélum þýska lofthersins yfir Keflavíkurflugvelli í dag.
Ein af F-4 flugvélum þýska lofthersins yfir Keflavíkurflugvelli í dag. vf.is/Hilmar Bragi

Flugsveit frá þýska flug­hern­um sinn­ir  loft­rým­is­gæslu Atlants­hafs­banda­lags­ins hér á landi frá 7.-25. júní. Notaðar eru sex F-4 orr­ustuþotur og komu þær til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar um há­deg­is­bil í dag.

Um 140 liðsmenn þýska flug­hers­ins verða  á Íslandi vegna verk­efn­is­ins. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverj­ar sinna loft­rým­is­gæslu hér á landi en sveit­in er hér stödd í boði ís­lenskra stjórn­valda og starfar í sam­ræmi við loft­rým­is­gæslu­áætlun Atlants­hafs­banda­lags­ins fyr­ir Ísland.

Fyrstu vik­una munu orr­ustuþot­urn­ar æfa lend­ing­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli og aðflug að Ak­ur­eyr­arflug­velli og Eg­ilsstaðaflug­velli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert