Viðræður í uppnámi

Meirihlutaviðræður fjögurra lista í Kópavogi eru í uppnámi vegna þess að ekki næst samkomulag um hver eigi að verða næsti bæjarstjóri. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 

Þar var haft eftir Guðmundi Frey Sveinssyni, öðrum manni á Y-lista Kópavogsbúa, að Samfylkingin hafi gert kröfu um að Guðríður Arnardóttir oddviti listans verði bæjarstjóri. Hún virðist hafa stuðning Vinstri grænna og Næst besta flokksins. Y-listinn geri hins vegar kröfu um að ráðinn verði ópólitískur bæjarstjóri.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert