Arnarvarpið framar vonum í sumar

Arnarpar við hreiður.
Arnarpar við hreiður. mbl.is/RAX

Allt bend­ir til þess að arn­ar­varpið hafi heppn­ast óvenju vel í sum­ar. Hreiðrin hafa aldrei verið fleiri, vitað er um 47 hreiður að sögn Krist­ins Hauks Skarp­héðins­son­ar, fugla­fræðings hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands.

Hreiðrin eru tölu­vert færri en pör­in sem helga sér óðal og vill Krist­inn Hauk­ur meina að pör­in séu í kring­um 65. Nokkuð hef­ur borið á því að ung­ar skríði úr eggj­um og enn fleiri fara að koma í ljós á næst­unni. Fyrri skoðun á hreiðrun­um er yf­ir­staðin en sú síðari verður far­in um mánaðamót­in næstu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka