Líkt og Óskar hafi búist við sjálfkjöri

Óskar Bergsson, fv. oddviti framsóknarmanna, og Einar Skúlason, núverandi oddviti, …
Óskar Bergsson, fv. oddviti framsóknarmanna, og Einar Skúlason, núverandi oddviti, á kjörfundinum. mbl.is/Golli

Einar Skúlason, oddviti lista Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum, segir að svo virðist sem Óskar Bergsson hafi búist við að verða sjálfkjörinn oddviti flokksins.

Hann vill að boðað verði til miðstjórnarfundar í flokknum og skoðað verði að hve miklu leyti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík stóð á bakvið framboðið. „Ég vil ekki að draga úr minni ábyrgð á fylgistapinu. En ég held að þegar menn stíga fram núna og gagnrýna mig þá eigi að byrja á að skoða hvernig trúnaðarmenn flokksins höguðu sér í aðdraganda kosninga. Það liggur fyrir að ekki kusu allir Framsóknarflokkinn. Það að menn kjósi annað framboð hlýtur að teljast að menn vinni gegn framboðinu. Það er eins og að skora sjálfsmark í fótbolta,“ segir Einar.

„Ég hefði haldið að það þjónaði ekki hagsmunum nýrra frambjóðenda að gera þetta svona hratt heldur frekar þeirra sem sátu í embættum. Þetta var tækifæri fyrir Óskar til að fá skýrt umboð frá flokksmönnum í borginni. En það leit út fyrir að Óskar hafi búist við því að vera sjálfkjörinn.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka