Sakar sjávarútvegsráðherra um svik

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is/Golli

Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, seg­ir miður að Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra skuli enn á á ný ganga á bak orða sinna. Hann seg­ir ráðherra hafi á fundi með drag­nóta­mönn­um lofað að fara frek­ar yfir málið með þeim áður en til ákvörðunar kæmi. Það lof­orð hafi verið svikið. 

Þetta kem­ur fram á vef LÍÚ. Þar seg­ir að Jón hafi í gær til­kynnt þá ákvörðun sína að banna drag­nóta­veiðar í sjö fjörðum næstu fimm árin. Lok­un­in taki gildi næst­kom­andi mánu­dag, 7. júní. 

Friðrik seg­ir á vef LÍÚ að með ákvörðun ráðherra sé al­var­lega vegið að rekstr­ar­grund­velli út­gerða drag­nóta­báta sem stundað hafi veiðar í þess­um fjörðum. Aðdrag­and­inn sé einnig ótrú­lega skamm­ur. Eng­inn tími sé gef­inn til þess að bregðast við breytt­um aðstæðum. „Til­lög­urn­ar voru fyrst lagðar fram í lok apríl. Óskað var eft­ir at­huga­semd­um fyr­ir 20. maí en málið er síðan keyrt í gegn án þess að taka nokk­urt til­lit til þeirra.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka