Styrking krónunnar skili sér til neytenda

Neytendasamtökin segja að það sé óviðunandi að innflytjendur og smásalar hafi nýtt sér styrkingu krónunnar til að hækka álagningu. Samtökin segja að það sé eðlileg krafa að styrkingin skili sér til neytenda í stað þess að skila sér í hærri álagningu.

Á vef Neytendasamtakanna kemur fram að ljóst sé að verðlag innfluttra vara hafi ekki þróast í samræmi við gengi krónunnar.

Undanfarna mánuði hafi krónan verið að styrkjast gagnvart evrópskum gjaldmiðlum, en það sé einmitt þaðan sem flestar neysluvörur séu fluttar inn frá.

Bent er á að evran hafi lækkað í verði gagnvart krónunni um 15,5% frá 12. nóvember sl. Það sama eigi við um dönsku krónuna enda sé hún beintengd við evruna. Aðrar evrópskar myntir hafi einnig lækkað í verði gagnvart krónunni, þó ekki eins mikið.

Sjá nánar á vef Neytendasamtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert