Þarf 100 milljónir til að hefta gjósku

Öskufok mikið undir Eyjafjöllum og víðar
Öskufok mikið undir Eyjafjöllum og víðar mbl.is/Golli

Fjögur þúsund hektara, í það minnsta, þarf að græða upp á Suðurlandi til að hefta gjóskufok, þar sem það er allra mest. Landgræðslu ríkisins vantar að minnsta kosti 100 milljónir króna til þess að ráðast í verkefnið.

Sérstaka fjárveitingu þarf í verkefnið, að sögn umhverfisráðherra. „Allt sem við getum gert til að draga úr þessu gjóskufoki næst byggðinni undir Austur-Eyjafjöllum og nálægt Skógum, það er gríðarlega þýðingarmikið,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Einnig verður áherslan á að græða upp Markarfljótsaura.

Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, segir bráðaðkallandi að fara í verkið strax. Ef almennilega eigi að takast að binda verstu gjóskusvæðin fyrir næsta haust og vetur þurfi að sá þar strax.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert