Íbúar í New York virðast vita eitt og annað um Ísland ef marka má óvísindalega könnun, sem mbl.is gerði þar í vikunni. Einn sagðist vita að Ísland væri gjaldþrota og þar sé kalt og dimmt. Aðrir vissu að þar eru eldfjöll og að Reagan og Gorbatsjof hafi eitt sinn átt þar fund.