Endurunnar tískuflíkur á Austurvelli

Nýbakaðir borgarfulltrúar sýndu tísku eins og þeir hefðu aldrei gert …
Nýbakaðir borgarfulltrúar sýndu tísku eins og þeir hefðu aldrei gert annað. mbl.is/Júlíus

Litríkar flíkur af ýmsu tagi voru til sýnis á tískusýningu Hjálpræðishersins sem haldin var á Austurvelli nú kl. 18 í kvöld. Fjölmargir þekktir Íslendingar spókuðu sig á tískupallinum, þar á meðal Birgitta Haukdal, Páll Óskar, Jón Gnarr, Óttar Proppé, Ilmur Kristjánsdóttir og Haffi Haff.

Öll fötin sem voru til sýnis eru úr Hertex verslununum, þar sem má dressa sig upp í notuð föt fyrir spottpríf en allur ágóði af sölunni rennur til starfs Hjálpræðishersins fyrir heimilislausa. Fötin berast Hertex sem gjafir en það fer ekki hvað sem er upp í hillu því sendingarnar eru sorteðarar og það sem ekki þykir söluhæft sent áfram til Rauða krossins.

Tvær verslanir Hertex er að finna í Reykjavík, við Garðastræti 6 og Eyjaslóð 7. Auk þess er Fata- og nytjamarkaður Hertex á Akureyrir við Hjalteyrargötu 2 og einnig Fatamarkaður við Ásbrú í Reykjanesbæ.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert