Eyjamenn óttast örlög lundans

Lunda hefur fækkað talsvert í Eyjum.
Lunda hefur fækkað talsvert í Eyjum. mbl.is

Allt bendir til þess að það muni fækka umtalsvert í varpstofni lundans í Vestmannaeyjum á næstu árum. Þetta segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, sem er búsettur í Vestmannaeyjum.

Undanfarin ár hefur sífellt minna sést af lunda í Vestmannaeyjum. Erpur segir að nýliðun stofnsins sé allt of lítil eða aðeins um 10% af því sem þurfi til að stofninn standi í stað. Stofninn muni því minnka um tæplega árgang á hverju ári, næstu fimm árin.

Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, lýsir fækkun lundans sem algjöru stórslysi. Hann segir að lundinn sé þó ekki einn á báti. Öðrum sjófuglum, á borð við kríu, hafi einnig fækkað síðan 2005.

Ætuskortur er rót vandans í báðum tilvikum. Sandsíli eru meginfæða beggja tegunda, en þau verða fágætari með hverju ári á suður- og vesturströnd landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert