Gengi gert út til glæpa

Sumarbústaðir í Grímsnesinu.
Sumarbústaðir í Grímsnesinu. mbl.is/Súsanna Svavarsdóttir

Tíð innbrot ungmenna í sumarhús á suðvesturhorni landsins undanfarið eru til rannsóknar í samvinnu þriggja embætta lögreglu: höfuðborgarsvæðisins, Selfoss og Borgarness.

Ungur aldur afbrotamanna, umfang brotanna og sérlega ósvífið háttalag vakti athygli rannsakenda sem telja orðið víst, að þeim sé stýrt til afbrota af eldri mönnum.

Lögreglan á Selfossi handtók fjóra pilta, á aldrinum 15-19 ára, í síðustu viku og eru þrír þeirra í gæsluvarðhaldi en einn vistaður á Stuðlum. Þrír piltanna eru af erlendu bergi brotnir og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins búsettir á Íslandi ásamt fjölskyldum sínum. Allir eru þeir grunaðir um fjölmörg innbrot í Árnessýslu og Borgarfirði og voru jafnframt handteknir fyrr í mánuðinum.

Grunur leikur á að fleiri standi að baki innbrotum í sumarhús og tengist fyrrnefndum piltum, en lögreglan á Akranesi handtók fjóra á þriðjudagskvöld vegna málsins. Björgvin Björgvinsson, staðgengill yfirmanns rannsóknardeildar höfuðborgarsvæðisins, staðfestir að til rannsóknar sé hvort ungmennin séu gerð út til glæpa.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert