Heita vatnið þarf að hækka um 37%

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.

Mikil hækkun þarf að verða á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur eigi markmið fimm ára áætlunar um fjárþörf Orkuveitu Reykjavíkur að náðst en sú áætlunmiðast við fimm prósenta arðsemi. Fréttablaðið hefur þetta eftir stjórnarformanni Orkuveitunnar í dag.

Upplýsingarnar voru lagðar fyrir stjórnarfund í gær. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir að þessar hækkanir muni dreifast yfir fimm ár, verði ákveðið að ná markmiðunum. Það sé nýrrar stjórnar að ákveða. 

Útreikningarnir sýna, að gjaldskrá heita vatnsins þarf að hækka um 37%,  smásölu rafmagns um 27% og fráveitu um 35%. Ekki er hins vegar þörf á að hækka gjaldskrá fyrir kalt vatn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert