Truflanir á netþjónustu Símans vegna bilunar

AP

Netþjónusta hefur legið niðri hjá viðskiptavinum Snerpu á Ísafirði og víðar hafa verið truflanir vegna bilunar hjá Símanum. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum er unnið að viðgerð.

Bilunar á tengingu á milli Símans og Snerpu varð vart nú í morgun. Þá hefur orðið bilun víðar. Að sögn upplýsingafulltrúa Símans er vonast til að netsamband verði komið í samt lag von bráðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert