Vegurinn í Þórsmörk opnaður

Vatn flæddi í vor yfir veginn inn í Þórsmörk.
Vatn flæddi í vor yfir veginn inn í Þórsmörk. Ljósmynd/Vegagerðin

Almannavarnir hafa ákveðið að aflétta lokun, sem verið hefur á veginum í Þórsmörk.

Sett voru í gær upp skilti á leiðinni í Þórsmörk í nágrenni Gígjökuls þar sem varað er við hugsanlegri hættu í lónstæði Gígjökuls. Þar geta myndast eitraðar gastegundir og kviksyndi en auk þess getur verið hætta á hruni úr jöklinum og skyndilegu vatnsflóði.

Vegagerðin hefur unnið að lagfæringu á veginum undanfarna daga. Vegfarendur um Þórsmerkurveg eru beðnir um að sýna varúð þegar þeir fara um svæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka