Vilja halda sínu striki

Þótt allt grænki nú og spretti í Fljótshlíð hefur mikil …
Þótt allt grænki nú og spretti í Fljótshlíð hefur mikil aska fallið og fokið þangað. Bændur þurfa skýr svör frá yfirvöldum til að geta tekið næstu skref varðandi búskapinn í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bænd­ur á áhrifa­svæði eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli vilja nýta landið sitt eins og fram­ast er unnt þrátt fyr­ir áföll­in og hafa til þess ýms­ar leiðir.

Ekki eru þær all­ar neinn draum­ur í dós, en engu að síður betri en að sitja með hend­ur í skauti.

Þegar blaðamenn áttu leið um Suður­land í gær skein sól­in í heiði og lognið sá til þess að ösku­fok var ekki áber­andi. Ágætt hljóð var í bænd­um sem rætt var við, bæði í Fljóts­hlíð og und­ir Eyja­fjöll­um, þótt auðvitað sé ástandið ólíkt milli svæða.

Bænd­ur utan mesta ösku­falls­svæðis­ins hafa sums staðar ekki fengið nógu skýr svör til að taka ákv­arðanir um bú­skap­inn í sum­ar. Hvort þeir eigi að heyja eða kaupa hey og hvort þeir fái aðstoð við þau kaup. Kostnaður bónda við að heyja sjálf­ur eina rúllu er í kring­um 3.000 krón­ur. Verð á rúll­um er hins veg­ar frá fimm og upp í ell­efu þúsund krón­ur, allt eft­ir því hvort verið er að selja nýtt hey eða fyrn­ing­ar. Þegar þörf­in hleyp­ur á nokk­ur hundruð rúll­um fyr­ir næsta vet­ur er ljóst að upp­hæðirn­ar skipta millj­ón­um króna fyr­ir hvert býli.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert