Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í sumar halda úti auknu umferðareftirliti á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Að sögn lögreglu verður sérstök áhersla lögð á eftirlit seinnipart föstudags þegar íbúar halda út úr höfuðborginni og aftur seinnipart sunnudags þegar þeir eru á leið til baka aftur.
Lögreglan mun jafnframt vera þar
við eftirlit á fyrirfram ákveðnum tímum í miðri viku. Markmið lögreglu er að
fylgjast með umferðarhraða og búnaði ökutækja og eftirvagna með það að
markmiði að tryggja að allir komist heilir til síns heima.