Gruggugt vatn í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/GSH

Töluvert loft er í neysluvatnskerfi Vestmannaeyja vegna viðgerða á vatnsleiðslu til Eyja í nótt. Vatnið kemur gruggugt úr krönum en er drykkjarhæft.

Fram kemur á vef Eyjafrétta.is. að margir íbúar Vestmannaeyja hafi haft samband við HS veitur í Eyjum í dag vegna óhljóða í vatnslögnum. Í kjölfar viðgerðar á vatnsleiðslu til Eyja í nótt komst loft inn á kerfið. Í einu tilfelli þurfti að hleypa lofti úr lagnakerfi íbúðarhús svo eðliegur þrýstingur kæmist á vatnið á ný.

Neysluvatnið til Vestmannaeyja er tæpan sólarhring á leiðinni frá uppsprettulind í Stóru Mörk undir Eyjafjöllum. Hluti vatnsins fer fyrst í vatnstanka í Eyjum og mega íbúar því búast við að ástandið vari yfir helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert