„Lýðræðistal hjóm eitt"

Utankjörfundarkosning í Laugardalshöll.
Utankjörfundarkosning í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á fundi allsherjarnefndar í dag báru Þór Saari (áheyrnarfulltrúi) og Þráinn Bertelsson upp tillögu um að nefndin tæki til afgreiðslu frumvarp Hreyfingarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu og frumvörp um persónukjör. 
 
Tillagan var felld af þingmönnum VG, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokks:  Árna Þóri Sigurðssyni og Ögmundi Jónassyni (VG),  Róberti Marshall og Valgerði Bjarnadóttur (S), Birgi Ármannssyni og Ólöfu Nordal (D). 
 
Tillagan var samþykkt af Þráni Bertelssyni, óháðum þingmanni, og Vigdísi Hauksdóttur, Framsóknarflokki.
 
Í dag er síðasti nefndardagur þingsins og því ljóst að frumvörpin muni ekki koma til afgreiðslu fyrir sumarhlé.  Málin hafa verið í allsherjarnefnd frá síðastliðnu hausti, hlotið ítarlega umfjöllun og eru fyrir löngu tilbúin til afgreiðslu.
 
Þingmenn Hreyfingarinnar lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun nefndarinnar.  Nú er ljóst að frumvörp um lýðræðsumbætur munu ekki ná fram að ganga á þessu þingi, og það á tímum þar sem réttmæt krafa almennings um lýðræðisumbætur verður sífellt háværari.  Allt lýðræðistal ríkisstjórnarflokkanna er hjóm eitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert