Mannamót í stað hestamóts

Glaumbær í Skagafirði.
Glaumbær í Skagafirði. mbl.is/Ómar

Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður, Fé­lag ferðaþjón­ust­unn­ar í Skagaf­irði, hesta­manna­fé­lög­in í Skagaf­irði og Hross­a­rækt­ar­sam­band Skagaf­irðinga hafa ákveðið að snúa vörn í sókn og blása til Sælu­viku í lok júní á þeim tíma sem halda átti lands­mót hesta­manna á Vind­heima­mel­um.  

Ákveðið var að fresta lands­móti hesta­manna um ár vegna hrossapest­ar. Búið var að skipu­leggja mót­töku þúsunda gesta á Vind­heima­mel­um dag­ana 27. júní til 5. júlí.

Meðal þess sem í boði verður fyr­ir þá sem sækja Skaga­fjörð heim þessa viku verða Lummu­dag­ar með glæsi­leg­um skemmti­atriðum, knatt­spyrnu­mót fyr­ir stúlk­ur á Sauðár­króki, rútu­ferðir og göngu­ferðir um slóðir Sturlunga, Barokk­hátíð á Hól­um, af­mæl­is­mót Golf­klúbbs Sauðár­króks á Hlíðar­enda­velli og stórd­ans­leik­ir með hesta­mann­aívafi í Miðgarði.  Kyn­bóta­sýn­ing mun fara fram á Vind­heima­mel­um á veg­um Hross­a­rækt­ar­sam­bands­ins.  

Enn­frem­ur ætla hesta­menn í Skagaf­irði að blása til hesta­manna­móts um versl­un­ar­manna­helg­ina, Fáka­flugs, þar sem boðið verður upp á gæðinga­keppni, kyn­bóta­sýn­ing­ar, tölt­keppni og kapp­reiðar. Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni, að áhersla verði lögð á að skapa skemmti­lega um­gjörð í anda gömlu hesta­manna­mót­anna sem hald­in voru þar áður fyrr.
 
All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar munu birt­ast á www.visit­skaga­fjor­d­ur.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert