Mikil umferð út úr öskunni

Töluverð umferð lá út úr bænum í vesturátt síðdegis og …
Töluverð umferð lá út úr bænum í vesturátt síðdegis og í kvöld. Júlíus Sigurjónsson

Þung umferð liggur nú út úr bænum í vesturátt að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Virðist sem margir borgarbúar séu á faraldsfæti þessi helgina og ætli sér jafnvel að forðast öskufokið sem liggur yfir nánast öllu suðurlandi frá gosstöðvunum að Eyjafjallajökli.

Þrátt fyrir að veðurspáin sé nokkuð björt fyrir helgina er ekki víst að sjái mikið til sólar á suðvesturhorninu haldi askan áfram að fjúka með sama hætti og í dag. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi nær öskufokið þangað líka og er fín aska yfir öllu, hvað mest á Mýrunum.

Ekki er útilokað að íbúar á suðurlandi stefni norður í land þar sem líklegt er að helgin verði öskulaus. Veðurspáin fyrir Vestfirði og Norðurland er prýðileg bæði á laugardag og sunnudag. Á suðvesturhorninu má hinsvegar búast við skúrum á sunnudag og er þá líklegt að dragi úr öskufjúkinu.

Öskuský er yfir höfuðborginni í dag.
Öskuský er yfir höfuðborginni í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert