Skilanefnd tryggð

Landsbankinn í Austurstræti.
Landsbankinn í Austurstræti. mbl.is/Árni Sæberg

Minna mun verða til skiptanna til útgreiðslu innistæðna við gjaldþrot íslenskra fjármálafyrirtækja ef nýtt frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra nær fram að ganga.

Frumvarpið veitir auknar heimildir til veðsetningar eigna fjármálafyrirtækja, en áhrifa þess mun fyrst og fremst gæta hjá NBI og skilanefnd Landsbankans. NBI gaf út skuldabréf til skilanefndarinnar upp á 260 milljarða króna í erlendri mynt þegar eignir voru færðar milli bankanna. Í frumvarpinu eru veittar auknar heimildir til færslu eigna inn í hið veðsetta eignasafn til fullnægjandi tryggingar.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er einn fulltrúa minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem skilaði áliti um frumvarpið. Hún segir að frumvarpið muni hafa í för með sér að erfiðara verði fyrir Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta að sækja eignir í þrotabú NBI komi til greiðslufalls bankans.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert