Staðnir að því að landa fram hjá

Lögreglan á Vestfjörðum handtók þrjá menn á þriðjudagskvöld sem voru staðnir að því að landa afla fram hjá hafnarvog á Suðureyri. Um var að ræða 1.000 kíló af þorski.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að seint á þriðjudagskvöld hafi  eftirlitsmenn Fiskistofu hafi orðið þess varir að verið var að landa fram hjá hafnarvoginni.  Kallað var eftir lögreglu sem handtók þrjá menn.

Um er að ræða verkstjóra fiskvinnslufyrirtækis á Suðureyri, sem jafnframt var stjórnandi lyftarans sem vann við löndunina, skipstjóri viðkomandi báts og loks starfsmaður Ísafjarðarhafna, þ.e.a.s. sá er annaðist vigtunina á hafnarvigtinni í viðkomandi löndun. 

Þeir voru yfirheyrðir og látnir lausir á miðvikudagskvöld, en málið telst upplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert