Styttist í meirihluta í Hafnarfirði

Guðmundur Rúnar Árnason
Guðmundur Rúnar Árnason

Meirihlutaviðræður í Hafnarfirði á milli Samfylkingar og Vinstri grænna ganga vel og styttist í að þeim ljúki, segir Guðmundur Rúnar Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í bænum.

Aðspurður hvort von sé á því að viðræðum ljúki í dag, segir Guðmundur: „Ég hef ekki velt því fyrir mér. Þeim lýkur bara þegar við erum búin með verkefnalistann.“

Í samtali við mbl.is í gær sagðist Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna, vera „mjög bjartsýnn“ á að það takist að ljúka viðræðunum fyrir helgi.

Guðmundur Rúnar segir engan ágreining hafa komið upp á milli flokkanna í viðræðunum. „Í rauninni stendur ekkert útaf annað en það sem við eigum eftir að ræða - en það er ekki vegna þess að það eru um það skiptar skoðanir.“

Aðspurður segir hann að ekki hafi enn verið gengið frá því hver setjist í bæjarstjórastólinn. „En það mun  leysast í góðri sátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert