Til stendur að sjósetja líkan af farþegaskipinu Titanic á Sólbakkalóninu á Flateyri um helgina. Úlfar Önundarson, smáskipasmiður í frístundum, smíðað eftirlíkan af hinu sögufræga skipi í hlutföllunum einn á móti þúsund.
„Það hafa nokkrir spurt mig hvort ég sé búinn að sjósetja skipið og þeir ekki orðið varir við það og lýsa yfir áhyggjum að það liggi kannski á botni lónsins,“ segir Úlfar og hlær en eins hið upprunalega Titanic sökk í jómfrúrferð sinni eftir að það rakst á ísjaka. „Ég er líka búinn að smíða ísjakann, hann verður að fylgja með,“ segir Úlfar. Skipið verður sjósett upp úr kl. 12 á sjómannadaginn.
Aðspurður hvort það verði gert með viðhöfn segir Úlfar: „Ég veit það nú ekki, það verður kannski sprautað smá vodka yfir það áður,“ og hlær. Áhugasömum er þó velkomið að fylgjast með sjósetningunni ef það hefur vilja til. Nú þegar er floti smábáta að sigla í Sólbakkalóninu. „Já það eru nánast allir bátarnir komnir á flot, þarna er fullt af bátum,“ segir Úlfar.