„Versti dagurinn í dag“

Skyggni var lítið á Hvolsvelli í dag vegna öskufoks og …
Skyggni var lítið á Hvolsvelli í dag vegna öskufoks og fólk á ferli úti við með rykgrímur. ljósmynd/Þorsteinn Jónsson

„Þetta var klár­lega versti dag­ur­inn hér í dag, frá því að gosið hófst," seg­ir lög­reglumaður á vakt á Hvols­velli um öskumistrið sem lá yfir bæn­um. Þegar verst lét var skyggnið aðeins 100-200 metr­ar en hef­ur batnað í kvöld. Mistrið hef­ur sem kunn­ugt er lagst yfir allt Suður­land og höfuðborg­ar­svæðið í dag. Hafa sum­ir bæj­ar­bú­ar tekið upp ryk­grím­ur.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Hvols­velli sést ekki leng­ur í neina ösku­bólstra frá Eyja­fjalla­jökli, líkt um tíma fyrr í kvöld. Sam­kvæmt óróa­mæl­ing­um Veður­stof­unn­ar hef­ur óró­inn minnkað á ný og virðist hafa verið um skot að ræða upp úr efsta hluta gígs­ins. Eng­ir skjálft­ar hafa held­ur mælst í jökl­in­um í kvöld.

Tölu­verð um­ferð var í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Hvols­velli þrátt fyr­ir öskumistrið, en þó ekki eins og oft hef­ur verið und­an­far­in ár fyrstu ferðahelg­ina í júní. Sást til fólks á ferli í bæn­um með ryk­grím­ur, sem lítið hef­ur borið á til þessa, að sögn lög­reglu.

Með ryk­grím­ur í Reykja­vík

Einnig hef­ur sést til fólks með ryk­grím­ur úti við í Reykja­vík í kvöld, aðallega börn og ung­menni. Fór svifrykið í höfuðborg­inni langt yfir heilsu­vernd­ar­mörk í kvöld, eða yfir 1.100 míkró­grömm á rúm­metra. Heilsu­vernd­ar­mörk á sól­ar­hring eru við 50 mg á rúm­metra og meðaltals­meng­un frá miðnætti var kom­in í 450 mg á rúm­metra um tíu­leytið í kvöld. Er fólki með viðkvæm önd­un­ar­færi ráðlagt að halda sig inn­an dyra. Spá­ir Veður­stof­an því að svipað ástand geti verið á höfuðborg­ar­svæðinu á morg­un en birti til á sunnu­dag­inn.

Askan var fljótt að setjast á bílana á Hvolsvelli, sem …
Ask­an var fljótt að setj­ast á bíl­ana á Hvols­velli, sem og víðar á Suður­landi og suðvest­ur­horn­inu í dag. ljós­mynd/Þ​or­steinn Jóns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert