Crossfit leikarnir í Kópavogi í dag

Fjöldi þátttakenda var á Crossfit leikunum í Sporthúsinu í Kópavogi …
Fjöldi þátttakenda var á Crossfit leikunum í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. mbl.is/Ernir

Cross­fit leik­arn­ir fóru fram í Kópa­vogi í dag. Um tíma stóð til að flytja þá inn í Sport­húsið vegna svifryks­meng­un­ar frá Eyja­fjalla­jökli

Keppt var í nokkr­um flokk­um, ein­stak­lingskeppni karla og kvenna, para­keppni og liðakeppni. Cross­fit geng­ur út á al­hliða hreysti þeirra sem það stunda og fjöl­breytta gerð hreyf­ing­ar. Grein­arn­ar sem keppt var í á Cross­fit leik­un­um í dag voru svo­kölluð „burpees", þ.e. að fara úr liggj­andi stöðu á grúfu upp í stand­andi stöðu og hopp, sí­end­ur­tekið.

Einnig var keppt í svo­kölluðum „thru­ster", sem er eins kon­ar sam­blanda af fram­stigi og axla­pressu. Þá var keppt í tvö­földu sippi, þar sem sippu­bandið þarf að snú­ast tvisvar sinn­um und­ir kepp­and­ann í hverju hoppi.

Einnig þurftu kepp­end­ur að sveifla og lyfta þung­um ketil­bjöll­um.

Meðal annars var keppt í sippi.
Meðal ann­ars var keppt í sippi. mbl.is/​Ern­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert