Crossfit leikarnir í Kópavogi í dag

Fjöldi þátttakenda var á Crossfit leikunum í Sporthúsinu í Kópavogi …
Fjöldi þátttakenda var á Crossfit leikunum í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. mbl.is/Ernir

Crossfit leikarnir fóru fram í Kópavogi í dag. Um tíma stóð til að flytja þá inn í Sporthúsið vegna svifryksmengunar frá Eyjafjallajökli

Keppt var í nokkrum flokkum, einstaklingskeppni karla og kvenna, parakeppni og liðakeppni. Crossfit gengur út á alhliða hreysti þeirra sem það stunda og fjölbreytta gerð hreyfingar. Greinarnar sem keppt var í á Crossfit leikunum í dag voru svokölluð „burpees", þ.e. að fara úr liggjandi stöðu á grúfu upp í standandi stöðu og hopp, síendurtekið.

Einnig var keppt í svokölluðum „thruster", sem er eins konar samblanda af framstigi og axlapressu. Þá var keppt í tvöföldu sippi, þar sem sippubandið þarf að snúast tvisvar sinnum undir keppandann í hverju hoppi.

Einnig þurftu keppendur að sveifla og lyfta þungum ketilbjöllum.

Meðal annars var keppt í sippi.
Meðal annars var keppt í sippi. mbl.is/Ernir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert