Engu nær eftir fund með Má

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Efnahags- og skattanefnd Alþingis ræddi launamál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi í gærkvöldi, að ósk Birkis Jóns Jónssonar, varaformanns Framsóknarflokksins.

Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, segir bæði Má Guðmundsson seðlabankastjóra og Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, hafa gert skýra grein fyrir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi ekki gefið Má nein loforð um tiltekin launakjör.

„Ráðuneytisstjórinn hins vegar greindi frá því að hann hefði upplýst seðlabankastjóra um ákveðnar tölur sem hann hefði fengið frá seðlabankanum um launakjörin eins og þau gætu verið. Í því hefði hvorki falist fyrirheit né loforð af hans hálfu, um að þau yrðu óbreytt,“ segir Helgi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sagðist Már þó enn telja sig hafa fengið vilyrði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka