Fyrirtækin keyra áfram á gufunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar-flokksins, segir að lífið liggi við að Alþingi takist að afgreiða þingmál fyrir sumarhlé, sem muni taka á skuldavanda heimila og fyrirtækja á Íslandi.

Hann kveðst vilja sjá hér afgreidd frumvörp sem eyði pólitískri óvissu þannig að fjárfestar þori að koma hingað með fjármagn til nýfjárfestinga og uppbyggingar.

„Fyrirtækin í landinu keyra nú áfram á gufunni einni. Það er ekkert eftir í þeim og eigið fé er uppurið. Menn eru meira af vilja en mætti að halda rekstrinum áfram gangandi, í þeirri von að eitthvað fari að gerast, en hjá mjög mörgum fyrirtækjum mun það ekki ganga mikið lengur.

Þá gætum við horft upp á hrinu uppsagna, sem leiðir til keðjuverkana í hagkerfinu. Sama gildir um heimilin í landinu,“ segir Sigmundur Davíð m.a. í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert