Fyrsti laxinn kominn á land

Bjarni Júlíusson með fyrsta laxinn í Norðurá í morgun.
Bjarni Júlíusson með fyrsta laxinn í Norðurá í morgun.

Fyrsti laxinn er kominn á land í Norðurá í Borgarfirði en laxveiðitímabilið hófst þar og í Blöndu í morgun. Það var Bjarni Júlíusson, fv. formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, sem landaði þeim fyrsta, 80 cm hrygnu, í Myrkhyl.

Stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur hóf veiðina í Norðurá og formaðurinn, Guðmundur Stefán Maríasson, kastaði fyrstur í Brotinu samkvæmt venju. Hann færði sig þó fljótt á aðra veiðistaði. Að sögn tíðindamanna Morgunblaðsins á staðnum er Norðuráin mjög vatnslítil, líkt og hásumar væri, og segjast stjórnarmenn í SVFR sjaldan eða aldrei séð ána svo vatnslitla á fyrsta veiðidegi.

Fyrsti laxinn, sem Bjarni veiddi, kom á fluguna Avatar sem Óskar Páll Sveinsson, lagahöfundur og veiðimaður með meiru, hnýtti í vetur. Eftir að hafa landað laxinum var honum sleppt út í Norðurá að nýju. Síðustu fregnir herma að Bjarni hafi sett í annan lax, sem og eiginkona hans, þannig að eitthvað er veiðin að glæðast.

Segja tíðindamenn Morgunblaðsins á vettvangi að laxinn sé á hraðferð upp ána, m.a. hafi sést laxar á Eyrinni og fleiri þekktum veiðistöðum.

Guðmundur St. Maríasson, formaður SVFR, neðan Laxfoss í Norðurá í …
Guðmundur St. Maríasson, formaður SVFR, neðan Laxfoss í Norðurá í morgun. mbl.is/Golli
Veiðin í Norðurá fer rólega af stað, enda er áin …
Veiðin í Norðurá fer rólega af stað, enda er áin óvenju vatnslítil. mbl.is/Golli
Þó að ekki sé mikil veiðin í Norðurá enn sem …
Þó að ekki sé mikil veiðin í Norðurá enn sem komið er, þá er veðrið gott, kannski einum of gott fyrir veiðimenn. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka