Gera sér grein fyrir andstöðunni á Íslandi

Evrópufáninn lagaður til.
Evrópufáninn lagaður til. reuters

„Við erum alveg undir það búin að Ísland felli samning um aðild að Evrópusambandinu,“ segir háttsettur embættismaður í stækkunardeild Evrópusambandsins. Embættismaðurinn situr í samninganefnd sem ræðir við Ísland um hugsanlega aðild landsins að ESB.

Samningamenn ESB gera sér góða grein fyrir því að á Íslandi er mikil andstaða við aðild landsins að ESB. Einn af þeim sem sæti eiga í nefndinni sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi andstaða hefði engin áhrif á viðræðurnar, hvorki í þá veru að Ísland fengi betri samning eða verri samning.

Um 10 manna samninganefnd hefur verið skipuð af hálfu framkvæmdastjórnar ESB sem vinnur eingöngu að því að fást við umsókn Íslands. Þessi hópur hefur auk þess aðgang að fjölmörgum sérfræðingum ESB sínu sviði.

Reiknað er með að umsókn Íslands verði afgreidd á leiðtogafundi Evrópusambandsins 17. júní. Það er þó ekki víst. Umsókn Íslands er ekki á formlegri dagskrá fundarins, en Norðurlöndin og fleiri þjóðir hafa lagt áherslu á að málið verði rætt á fundinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert