Grafið undan innstæðum

Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands. mbl.is/Golli

For­gang­ur 260 millj­arða króna skulda­bréfs skila­nefnd­ar Lands­bank­ans á nýja Lands­bank­ann (NBI), ef til greiðslu­falls hans kem­ur, var for­senda sam­komu­lags­ins sem ís­lensk stjórn­völd gerðu við skila­nefnd­ina 16. des­em­ber í fyrra.

Þess vegna er Alþingi að veita fjár­mála­fyr­ir­tækj­um heim­ild­ir til að treysta stöðu skulda­bréfa­eig­enda á kostnað inn­stæðueig­enda, með frum­varpi þess efn­is.

Ekki var greint frá þess­um hluta sam­komu­lags­ins við skila­nefnd­ina, þegar það var kynnt á sín­um tíma. Hins veg­ar var þá haft eft­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni fjár­málaráðherra í frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu að sam­komu­lagið tryggði „sann­gjarnt upp­gjör við kröfu­hafa.“

Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, full­trúa Sjálf­stæðis­flokks í nefnd­inni, eru stjórn­völd að upp­fylla „leyn­i­samn­ing“ sem gerður var við kröfu­hafa og á sama tíma að veita ís­lensk­um inn­stæðueig­end­um falskt ör­yggi með nýju lög­un­um um inn­stæðutrygg­ing­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert