Hinn nýi Beitir Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað, NK 123, hélt af stað frá Akureyri síðdegis í gær áleiðir til heimahafnar. Skiptið hét áður Margrét EA 710 og er væntanlegt til Norðfjarðar um hádegisbil í dag.
Á vef Þorgeirs Baldurssonar ljósmyndara, sem tók meðfylgjandi mynd í gær, kemur fram að Beitir hinn nýi verði til sýnis í dag milli kl. 13 og 15. Í boði verða léttar veitingar fyrir heimamenn og aðra gesti.
Skipstjóri á Beiti er Sturla Þórðarson, sem var áður í brúnni á Berki NK 122.