Óróinn dregst á langinn

Gosmökkurinn var hvítur í morgunsárið.
Gosmökkurinn var hvítur í morgunsárið. vefmyndavél Mílu

Óróa­kviðurn­ar í Eyja­fjalla­jökli hafa haldið áfram leng­ur en jarðfræðing­ar áttu von á þegar fyrsti kipp­ur­inn kom í gær. Al­gjör óvissa er þó enn um hvert fram­hald þeirra verður, að sögn Frey­steins Sig­munds­son­ar jarðeðlis­fræðings.

„Þetta er ekki eins stutt at­b­urðarás og við héld­um í gær­kvöldi, þetta reynd­ist ekki vera stak­ur at­b­urður held­ur halda óróa­kviðurn­ar áfram og jafn­vel af meiri krafti þannig að það verður að fylgj­ast mjög grannt með fram­hald­inu," seg­ir Frey­steinn.

Óróa­púls­ar hafa komið reglu­lega fram frá miðjum degi í gær og héldu þeir áfram í nótt og í morg­un. „Því leng­ur sem þessi áfram­hald­andi virkni dregst á lang­inn því minni lík­ur eru á því að þetta séu dauðat­eygj­ur því það sker sig al­veg frá því sem verið hef­ur frá því gosið datt niður," seg­ir Frey­steinn. „Við höf­um sagt að fram­haldið sé mjög óvisst og þetta er bara ein staðfest­ing á því, það sem við þurf­um að gera er að fylgj­ast mjög vel með og reyna að skilja hvað þess­ar óróa­kviður eru að gera."

Gufu­bólstr­ar hafa risið upp frá jökl­in­um og ekki hægt að úti­loka að sögn Frey­steins að ein­hver til­færsla á kviku hafi orðið efst í gos­rás­inni. Ólík­legt sé hins­veg­ar að óró­inn nái djúpt í jarðskorp­una. „Þetta get­ur verið óstöðug­leiki í ein­hverj­um tappa í gos­rás­inni og það er hægt að hugsa sér aðrar at­b­urðarás­ir en við höf­um verið að sjá, að þetta séu aðallega sprengigos eða hraungos þar sem hraunið renn­ur burt. Það get­ur líka verið að það safn­ist sam­an efni í gígn­um en í svo litlu magni að það renni ekki burt.“

Frey­steinn seg­ir at­b­urðarás­ina ekki koma á óvart miðað við það litla sem vitað sé um fyrri gos í Eyja­falla­jökli, en heim­ild­ir herma að sveifl­ur hafi þá verið í virkni jök­uls­ins og gos jafn­vel tekið sig upp aft­ur. „En við verðum að bíða og sjá hvert fram­haldið verður á þess­ari at­b­urðarás."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert