Tíu þúsund tonna aukning þorskkvóta mun að miklu leyti hverfa þar sem afli strandveiðimanna mun dragast frá aflamarkinu.
Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Aukningin er samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunar um aflamark á komandi fiskveiðiári.
Þorskurinn virðist á ný tekinn að ganga á Íslandsmið úr sjónum við Grænland og vísbendingar eru um að hann muni braggast á næstu árum.