Vel tekið á móti Beiti

Sigurjón Valdimarsson, fv. skipstjóri, gefur Beiti nafn með tilheyrandi viðhöfn.
Sigurjón Valdimarsson, fv. skipstjóri, gefur Beiti nafn með tilheyrandi viðhöfn. mbl.is/Kristín Ágústsdóttir

Nýr Beitir NK 123 lagðist að heimabryggju um klukkan eitt í dag, nýmálaður í bláum litum Síldarvinnslunnar. Hátíðarstemmningin var á bryggjunni, enda ekki  á hverjum degi sem svo glæsileg skip bætast í bæjarflotann og það í kringum sjómannadag.

Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins í Neskaupsstað er búið að skreyta bæinn hátt og lágt í tilefni sjómannadagsins. Bæjarbúar voru í sínu fínasta pússi og himnaguðirnir skörtuðu sínu fegursta veðri.

Það var Kristján Vilhelmsson hjá Samherja sem afhenti Gunnþóri Ingvasyni skipið formlega og Sigurjón Valdimarsson, fyrrverandi skipstjóri hjá SVN til margra ára, gaf skipinu nafnið Beitir.

Að því búnu var bæjarbúum boðið um borð að skoða skipið og þiggja veitingar.

Hátíðarstemmning er á Neskaupsstað í tilefni komu Beitis til hafnar …
Hátíðarstemmning er á Neskaupsstað í tilefni komu Beitis til hafnar á sjómannadagshátíð. mbl.is/Kristín Ágústsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert