Ekki tilefni til sakamálarannsóknar

Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson eru fyrrum seðlabankastjórar.
Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson eru fyrrum seðlabankastjórar. mbl.is/ÞÖK

Það er niðurstaða setts rík­is­sak­sókn­ara að um­fjöll­un­ar­efni og álykt­an­ir rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is gefi að svo stöddu ekki sér­stakt til­efni til að efna til saka­mál­a­rann­sókna á hend­ur Davíð Odds­syni, Ei­ríki Guðna­syni, Ingi­mundi Friðriks­syni og Jónasi Fr. Jóns­syni.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá rík­is­sak­sókn­ara. Þar seg­ir að at­hug­un rík­is­sak­sókn­ara á þeim atriðum sem rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is hafi skil­greint sem van­rækslu sé lokið

Fram kem­ur að sett­um rík­is­sak­sókn­ara hafi borist bréf þann 14. maí sl. sem ritaði hafi verið fyr­ir hönd þing­manna­nefnd­ar til að fjalla um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is. Í bréf­inu hafi mál­efni fjór­menn­ing­ana verið komið á fram­færi. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar sé skil­greint að þeir hafi gerst sek­ir um mis­tök eða van­rækslu í starfi.

Jónas Fr. Jónsson er fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Jón­as Fr. Jóns­son er fyrr­um for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. mbl.is/​Heiddi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert