Ekki tilefni til sakamálarannsóknar

Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson eru fyrrum seðlabankastjórar.
Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson eru fyrrum seðlabankastjórar. mbl.is/ÞÖK

Það er niðurstaða setts ríkissaksóknara að umfjöllunarefni og ályktanir rannsóknarnefndar Alþingis gefi að svo stöddu ekki sérstakt tilefni til að efna til sakamálarannsókna á hendur Davíð Oddssyni, Eiríki Guðnasyni, Ingimundi Friðrikssyni og Jónasi Fr. Jónssyni.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ríkissaksóknara. Þar segir að athugun ríkissaksóknara á þeim atriðum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafi skilgreint sem vanrækslu sé lokið

Fram kemur að settum ríkissaksóknara hafi borist bréf þann 14. maí sl. sem ritaði hafi verið fyrir hönd þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í bréfinu hafi málefni fjórmenningana verið komið á framfæri. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sé skilgreint að þeir hafi gerst sekir um mistök eða vanrækslu í starfi.

Jónas Fr. Jónsson er fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Jónas Fr. Jónsson er fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins. mbl.is/Heiddi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert