Greiðfært um allt land

mbl.is/Júlíus

Greiðfært er um allt land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hins vegar má búast við töfum við Vesturlandsveg þar sem unnið er undir nýju brýrnar við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Af þeim sökum verður umferð færð yfir á hjáleiðir á meðan. Ökumenn eru beðnir um aka varlega um vinnusvæðið og virða merkingar um hámarkshraða en sérstök athygli er vakin á því að hámarkshraði er 50 km/klst á vinnusvæðinu.

Framkvæmdir eru nú að hefjast við tvöföldun Hringvegar (1) í Mosfellsbæ, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi. Í tilkynningu frá Vegagerðinni er vegfarendum bent á að aka varlega um vinnusvæðið og virða merkingar um hámarkshraða.

Þungatakmarkanir eru á nokkrum stöðum og eru flutningsaðilar beðnir að kynna sér þær.

Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum hefur flestum hálendisvegum verið lokað og er allur akstur um þá  bannaður.

Nánari upplýsingar er að fá á vef Vegagerðarinnar og í síma 1777.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert