Greiðfært um allt land

mbl.is/Júlíus

Greiðfært er um allt land sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni. Hins veg­ar má bú­ast við töf­um við Vest­ur­lands­veg þar sem unnið er und­ir nýju brýrn­ar við Leir­vogstungu í Mos­fells­bæ. Af þeim sök­um verður um­ferð færð yfir á hjá­leiðir á meðan. Öku­menn eru beðnir um aka var­lega um vinnusvæðið og virða merk­ing­ar um há­marks­hraða en sér­stök at­hygli er vak­in á því að há­marks­hraði er 50 km/​klst á vinnusvæðinu.

Fram­kvæmd­ir eru nú að hefjast við tvö­föld­un Hring­veg­ar (1) í Mos­fells­bæ, frá Hafra­vatns­vegi að Þing­valla­vegi. Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni er veg­far­end­um bent á að aka var­lega um vinnusvæðið og virða merk­ing­ar um há­marks­hraða.

Þun­ga­tak­mark­an­ir eru á nokkr­um stöðum og eru flutn­ingsaðilar beðnir að kynna sér þær.

Vegna aur­bleytu og hættu á vega­skemmd­um hef­ur flest­um há­lendis­veg­um verið lokað og er all­ur akst­ur um þá  bannaður.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að fá á vef Vega­gerðar­inn­ar og í síma 1777.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert