Iceland Express flýgur til Winnipeg

Iceland Express.
Iceland Express.

Iceland Express hóf áætlunarflug til Winnipeg í Kanda um helgina.  Flogið verður einu sinni í viku, á  laugardögum í júní, en tvisvar í viku í júlí, ágúst og fram í september, á miðvikudögum og laugardögum. 
 
Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum í Manitoba um helgina og birtu stærstu dagblöðin Winnipeg Free Press og Winnipeg Sun langar greinar og viðtöl um flugið, að því er segir í tilkynningu frá Iceland Express.
 
Winnipeg er höfuðstaður og jafnframt stærsta borg Manitoba í Kanada.  Hátt í 1.300 þúsund manns búa í Manitoba.    Um 19 prósent íbúa Manitoba eru af erlendum uppruna.  Talið er, að allt að hálf milljón Ameríkumanna eigi rætur sínar að rekja til Íslands og reka Vestur-Íslendingar blómleg átthagafélög víða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert