Kannar réttarstöðu sína

Sóley Tómasdóttir
Sóley Tómasdóttir

Sól­ey Tóma­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík seg­ist vera að kanna rétt­ar­stöðu sína vegna um­mæla sem voru lát­in falla um hana í kosn­inga­bar­átt­unni. Þetta sagði hún í Morg­unút­varpi Rás­ar 2 í morg­un.

„Eft­ir það sem á und­an er gengið er mér nóg um hversu langt hef­ur verið gengið að mann­orði mínu. Ég er að kanna rétt­ar­stöðu mína vegna ákveðinna orða sem hafa verið lát­in falla í þess­ari kosn­inga­bar­áttu,“ sagði Sól­ey í Morg­unút­varp­inu. Sagði hún að þetta hefði verið harðasta aðför að mann­orði sínu sem hún hefði orðið fyr­ir. Verið væri að fara yfir öll gögn sem tengd­ust mál­inu. 

„Ég þarf að láta á það reyna hvort það sé í lagi að mitt nafn hafi verið notað með þeim hætti sem það var notað,“ sagði Sól­ey og sagði að bæði væri um að ræða um­mæli sem hefðu verið lát­in falla af öðrum stjórn­mála­mönn­um og það sem sagt hefði verið á öðrum vett­vangi. „Þetta er eitt­hvað sem ég er að skoða og finnst eðli­legt að láta reyna á.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert