Lausir endar hnýttir í Hafnarfirði

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. mbl.is

Samfylking og Vinstri græn í Hafnarfirði héldu áfram formlegum meirihlutaviðræðum í dag eftir að hlé var tekið á viðræðum um helgina. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði segir að það styttist í að samkomulag náist en það verði þó ekki endilega í dag.

„Viðræður ganga vel fyrir sig, við erum enn að funda og ætlum að reyna að hnýta þá lausu enda sem við getum í dag og sjá hvað það gengur. Við viljum frekar gefa okkur tíma en að gera þetta á hlaupum."  Guðrún neitar því að einhver ágreiningsefni séu og ekkert sérstakt standi út af borðinu í viðræðunum. „Við erum bara að tala við okkar bakland og fara yfir málin, hnýta síðustu enda."

Hreinn meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði féll í sveitastjórnarkosningunum um síðustu helgi og fékk Lúðvík Geirsson bæjarstjóri ekki kjör. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengu fimm bæjarfulltrúa hvor og Vinstri græn einn.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert